Sveigjanleg starfslok – ávinningur allra (1)

Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Fyrsti fundurinn af þremur verður á Grand Hótel Reykjavík, Háteigi þann 19. október n.k. kl. 8:30-10:00. Hver er ávinningur þjóðfélagsins af atvinnuþátttöku eldra fólks? Hvað kostar það samfélagið að fólk fer fyrr af vinnumarkaði s.s. vegna örorku eða atvinnuleysis? Hver verður mannfjöldaþróunin á Íslandi á næstu áratugum og hvaða áhrif hefur það á vinnumarkaðinn? Leitað verður svara við þessum spurningum en Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fjallar um breytingar í mannfjöldaþróun næstu áratuga og áhrif breytinganna á íslenskan vinnumarkað. Sjá nánar »