Stefnt að aldurstengdu réttindakerfi hjá lífeyrissjóðunum

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um framtíðarskipulag lífeyriskerfisins og um ráðstöfun á  1% viðbótarframlagi atvinnurekenda um næstu áramót. Stefnt er að því að tekin verði upp aldurstengd réttindaávinnsla í þeim sjóðum sem ekki eru þegar með slíkt kerfi og að þeir lífeyrissjóðir sem vilja eða þurfa að breyta réttindaávinnslukerfi sínu geti gert það samtímis. Í samkomu-laginu er jafnframt gerð grein fyrir viðræðum samningsaðila um nauðsynlegar breytingar á framtíðarskipulagi lífeyris-kerfisins, sérstaklega hvernig fyrirkomulagi réttindaávinnslu sjóðsfélaga verði hagað.

 

Sjá samkomulag SA og ASÍ.