Sendiherrar Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu og Beijing til viðtals

Fyrirtæki sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði verður boðið upp á að ræða við sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu og Beijing í ágúst. Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað.

 

Boðið verður upp viðtalstíma með Svavari Gestssyni, sendiherra í Kaupmannahöfn, þriðjudaginn 14. ágúst Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Danmerkur: Ísrael, Rúmenía, Slóvenía og Tyrkland.

 

Benedikt Ásgeirssyni , sendiherra í Moskvu, þriðjudaginn 21. ágúst. Auk Rússlands eru umdæmi sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

 

Gunnari Snorra Gunnarssyni , sendiherra í Beijing, mánudaginn 27. ágúst. Auk Kína eru sex önnur ríki í umdæmdi sendiráðsins, Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Víetnam.  

 

Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir hjá Útflutningsráði, svanhvit@utflutningsrad.is.