Samið við MATVÍS

Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Matvæla- og veitingasambands Íslands. Innan MATVÍS eru matreiðslumenn, framreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakarar. Samningurinn gildir frá 24. apríl 2004 til ársloka 2007. Almennar launahækkanir og hækkanir á lífeyrisframlögum eru þær sömu og í fyrri samningum SA. Þá eru kauptaxtar iðnaðarmanna færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert var í nýgerðum kjarasamningi við RSÍ. Loks var samið um sérstaka hækkun á nemalaunum.

 

Sjá kjarasamning SA og MATVÍS (pdf-skjal).