Rangfærslur um ójöfnuð

Engin innistæða er fyrir fullyrðingum um vaxandi ójöfnuð á Íslandi yfir tíma og í alþjóðlegum samanburði, segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Fréttablaðinu. Í greininni skoðar Hannes gögn um tekjuskiptingu á Íslandi en í umræðu um efnahags- og kjaramál er iðulega staðhæft að ójöfnuður sé mikill í landinu og aukist stöðugt. Hannes sýnir sem fyrr segir fram á að engin innistæða er fyrir slíkum fullyrðingum. Jafnframt minnir hann á að aukinn ójöfnuður geti hæglega átt sér stað á sama tíma og kjör allra landsmanna fari batnandi.

 

Sjá grein Hannesar.