Ný tækifæri í íslenskri þjónustustarfsemi

Morgunverðarfundur SVÞ um útvistunarstefnu ríkisins og þá möguleika sem hún felur í sér fyrir þjónustufyrirtæki á almennum markaði. Fyrirlesarar eru Stefán Jón Friðriksson viðskiptafræðingur í fjármálaráðuneytinu sem talar um ríkið sem upplýstan kaupanda þjónustu og Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri Nýsis sem fjallar um ónýtta möguleika íslenskra þjónustufyrirtækja. Fundurinn fer fram þann 15. febrúar kl. 8:30 – 10:00 á Hótel Nordica. Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.