Notkun og skil ósoneyðandi kælimiðla (1)

Fimmtudaginn 14. mars boðar Spilliefnanefnd til málstofu á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað verður um notkun og meðferð kælimiðla, skil á notuðum kælimiðlum, skráningu og áhrif spilliefnagjalds. Málstofan hefst kl. 13:30 og er aðgangur ókeypis. Leitað verður svara við því hvort ástand þessara mála sé að öllu óbreyttu fullnægjandi í dag, svo sem:

 

· hvers sé að vænta um notkun á næstu árum m.t.t. reglugerða og stefnumörkunar
· hversu mikið af kælimiðlunum séu í notkun
· hvort skil séu ásættanleg miðað við notkun
· hvort lög og reglugerðir sem ná yfir meðferð kælimiðla séu fullnægjandi
· hvort þeir sem að málum koma þurfi að breyta sinni aðkomu ef bæta þarf ástand

 

Málshefjendur: 

Heiðrún Guðmundsdóttir, Hollustuvernd ríkisins:
   Stefnumörkun um notkun kælimiðla og umhverfisáhrif

 

Guðbergur Rúnarsson, Fiskifélagi Íslands:
   Notkun kælimiðla í skipum

 

Guðlaugur Pálsson, Frostmarki:
   Notkun kælimiðla á landi

 

Ögmundur Einarsson, Efnamóttökunni:
   Skil notaðra kælimiðla

 

Að loknu 10-15 mín. innleggi hvers málshefjenda verða umræður.

 

Formaður Spilliefnefndar, Guðmundur G. Þórarinsson, setur málstofuna og fundarstjóri verður Þuríður Jónsdóttir, sem sæti á í Spilliefnanefnd.