Montrealbókunin 20 ára - málþing (1)

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun boða til málstofu föstudaginn 14. september í tilefni af 20 ára afmæli Montrealbókunarinnar. Málþingið fer fram á Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 9:00 til 12:00. Montrealbókunin um verndun ósonlagsins var undirrituð 16. september 1987 í Montreal í Kanada og hefur þessi dagur verið valinn Dagur ósonlagsins. Montrealbókunin er talin vera árangursríkasti alþjóðasamningur sem gerður hefur verið á sviði umhverfismála og hafa nær öll ríki heims staðfest hana. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun efna því nú til málþingsins til að meta árangur sem af bókuninni hefur hlotist og framtíðarhorfur. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjá nánar »