Málstofa um samkeppnis- og trúnaðarskyldur starfsmanna

Miðvikudaginn 15. september, kl. 12:15 mun Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, flytja erindi í málstofu Lagastofnunar í Lögbergi, stofu 101. Fjallað verður um reglur ráðningarréttarins sem varða samkeppnis- og trúnaðarskyldur starfsmanns gagnvart atvinnurekanda.  Einkum verður litið til ákvæða í ráðningarsamningum um  svokölluð vistarbönd, en með því er átt við að starfsmanni sé óheimilt að hefja störf hjá aðila í tengdum atvinnurekstri tiltekinn tíma eftir starfslok og févítisákvæði þessu tengd.  Í þessu sambandi verður farið yfir dóm Hæstaréttar frá 23. október 2003 í málinu nr. 124/2003.

 

Umfjöllun á vinnumarkaðsvef SA

Fjallað er um þetta viðfangsefni og umræddur dómur skoðaður á vinnumarkaðsvef SA (Sjá samkeppnisákvæði í ráðningarsamningi), sem opinn er félagsmönnum.