Lagafrumvarp um efni og efnavöru: ábendingar berist SA

Samtökum atvinnulífsins hafa borist frá umhverfisráðuneytinu til umsagnar drög að frumvarpi til laga um efni og efnavöru. Frumvarpið var unnið af nefnd umhverfisráðherra og var hún einungis skipuð opinberum starfsmönnum. Frumvarpinu er ætlað að koma í stað laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni. Í því er m.a. að finna fjölmargar nýjungar um efnavöruskráningu, leyfi til markaðssetningar nýrra efna, ítarlegar kröfur um upplýsingaskyldu framleiðenda og innflytjenda auk viðamikilla krafna um eftirlit, leyfisveitingar, gjaldtöku og fleira.

 

Samtökin hafa frest til 20. ágúst nk. til að gera athugasemdir við frumvarpið en ætlunin mun að leggja það fyrir Alþingi á hausti komanda. Þeir sem vilja kynna sér frumvarpið og gera við það athugasemdir geta snúið sér til SA með tölvupósti á netfangið: petur@sa.is.