Kjarasamningar og horfur í efnahagsmálum (1)

Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 28. nóvember kl. 8:15-9:30. Á fundinum verður rætt um komandi kjaraviðræður og lagt mat á stöðu og horfur í efnahagsmálum. Yfirskrift fundarins er Hvert stefnir vinnumarkaðurinn? Meðal frummælenda eru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ og Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika. Sjá nánar »