Allsherjaratkvæðagreiðsla SA um kjarasamningana stendur yfir Rafræn kosning um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja SA. Atkvæðagreiðslan hófst í gær en henni lýkur á föstudaginn. Allir félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í tölvupósti til að taka þátt en umsjón atkvæðagreiðslunnar er í höndum Outcome hugbúnaðar. Kosið er um gildistöku nýrra kjarasamninga til þriggja ára við Alþýðusamband Íslands og landssambönd þess sem SA skrifuðu undir fimmtudaginn 5. maí 2011.
Alla samningana má nálgast á sérstökum uppplýsingavef SA ásamt kynningarefni.